Jón Pálsson
Jón Pálsson er fæddur á Akureyri 1955. Hann er guðfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt.
Jón hefur sent frá sér fjórar skáldsögur og fjórar ljóðabækur. Dýrmundur og málið með veginn (2014) var fyrsta skáldsaga hans, en nýjustu bækur hans eru þrjú bindi í þríleiknum Valdamiklir menn (Þriðja málið 2016, Þriðji maðurinn 2017 og Þriðja morðið 2018), en það eru glæpasögur.
Ljóðabækur hans eru Fuglar og fólk á Ítalíu (2010), Gatan (2013), 99 gagnleg ljóð (2015) og Þegar stormurinn kemur (2019).
Netfang: jon.p[hjá]hofundur.is