Gefðu út höfundarverk þitt sjálfur!

Um

Einkunnarorð Höfundaútgáfunnar eru: Án höfundarins, engin sköpun.

Höfundaútgáfan er félag höfunda sem kjósa að gefa út verk sín sjálfir. Félagið hefur að markmiði að aðstoða þá við útgáfuna, kynna verkin og stuðla að dreifingu þeirra og sölu jafnt innanlands sem utan.

Þeir sem vilja gefa út verk sín sjálfir geta gerst meðlimir í félaginu. Á það við um alla höfunda, jafnt skáldverka, fræðirita, tónlistar og sjónrænna lista.

Grunnhugmyndin að baki starfi félagsins er að útgáfan skili höfundinum sem stærstum hluta í tekjur, hann losni við eins marga milliliði og unnt er og geti þannig, ef vel gengur, lifað af sköpunarstarfi sínu.

Þetta felur jafnframt í sér að allur kostnaður við að undirbúa verk til útgáfu er greiddur af höfundinum sjálfum. Félagið veitir aðstoð við alla þessa þætti og tryggir þannig að útgefin verk séu ávallt í hæsta gæðaflokki hvað varðar frágang og framsetningu, en á sama tíma verður leitast við að halda þessum kostnaði í lágmarki.

Félagið býður höfundum gegn greiðslu að sjá um:

  • Ritstjórn
  • Prófarkalestur
  • Hönnun og umbrot
  • Prentun
  • Skriflega umsögn
  • Þýðingu til kynningar

Í þeim tilvikum sem höfundar skila fullfrágengnu verki til útgáfu gerir félagið kröfu um að það uppfylli þau gæði sem það setur og hverju nýju höfundarverki sæmir.

Höfundaútgáfan hvetur alla höfunda sem sammála eru markmiðum félagsins og vilja gefa út verk sín með aðstoð þess til að hafa samband. Netfang útgáfunnar er hofundur[hjá]hofundur.is

Þeir sem að útgáfunni standa:

  • Jón Pálsson –> jon.p[hjá]hofundur.is
  • Aðalsteinn Eyþórsson –> adalsteinn.e[hjá]gmail.com
  • Brynjólfur Ólason –> brynjolfur[hjá]hofundur.is