Verður bók frá Höfundaútgáfunni að kvikmynd?

Kápuforsíða
Í júní tryggði kvikmyndafyrirtækið Ölkelda ehf sér kvikmyndaréttinn að nóvellunni „Ránið á Húnboga Höskuldssyni alþingismanni“ eftir Ófeig Drengsson. Fyrirtækið hefur í hyggju að þróa á grundvelli sögunnar handrit að kvikmynd eða sjónvarpsþáttum.
„Ránið á Húnboga Höskuldssyni alþingismanni“ kom út hjá Höfundaútgáfunni árið 2016 og hlaut afbragðs viðtökur hjá lesendum. Höfundaútgáfan óskar Ófeigi til hamingju með samninginn.
Bókin er til sölu á vef Höfundaútgáfunnar, en hún er nú einnig aðgengileg sem rafbók hjá Amazon (fyrir Kindil). Rafbókin er einnig aðgengileg hjá öðrum miðlurum.