Lýsing
Í „borginni eilífu“ er lesandinn leiddur inn í mikilfenglegar kirkjur og kapellur, höfuðstöðvar hins rómversk-katólska heims, þar sem klerkar og kardínálar, munkar og nunnur, englar og dýrlingar, gyðjur og barbarar, ferðamenn og fuglar eru í aðalhlutverkum. Þess á milli sest hann á nokkur elstu kaffihús heims þar sem páfinn „býr í næsta húsi“ og blómasalar stunda nótulaus viðskipti við elskendur frá öllum heimshornum.
Fuglar og fólk á Ítalíu lætur engan fagurkera ósnortinn. Hún er veisla í farangri þeirra sem sækja Ítalíu heim — og kærkomin leiðsögubók um eitt söguríkasta og merkasta land heims.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.