Útsala!

Litlatré

kr. 1.200

Sérvitur karlfauskur missir áttanna þegar hann er settur af fyrir aldurs sakir, en konan „sem kyndir hjarta hans“ er áfram í fullu fjöri. Saman reisa þau frístundakofa á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem þau felldu hugi saman fyrir hálfri öld. Gamli maðurinn kemur sér upp staðsetningartæki og veðurstöð, og með gangráð í brjósti hefst hann handa við smíðar, gróðursetningu og matseld á nýjum sælureit á jörð.

Vörunúmer: litlatre Flokkur:

Lýsing

Hann tekur ástfóstri við litlar trjáplöntur og smáa sönggjafa í móanum, en þegar loftvogin fellur og veturinn gengur í garð þarf hann að ganga á hólm við svarta hunda. Í fásinni borgarlífsins finnur hann sig knúinn til að endurskoða tilveru sína í heiminum og minnast liðins tíma. Með slitróttum dagbókarskrifum verður til heimur trega og vonar þar sem einungis gamlir bókavinir virðast veita sanna hjálp og hugsvölun — og smávinir fagrir í Hvítársíðu.

Óbundið, laust mál Litlatrés, ljóðrænt að tjáningu, myndnotkun og orðavali, er einn samfelldur óður til lífsins, óður til ástarinnar, óður til náttúrunnar, óður til Borgarfjarðar — en jafnframt slóttug lýsing á sárri einsemd og þeim vanda mannsins að finna sér merkingu á ævikvöldinu.

Frekari upplýsingar

Blaðsíðufjöldi

230

Efni

Harðspjalda

ISBN

978-9979-653-80-6

Útgefandi

Tindur

Höfundur

Stærð

153 x 230 mm

Útgáfuár

2012

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Litlatré”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *