Lýsing
Hann tekur ástfóstri við litlar trjáplöntur og smáa sönggjafa í móanum, en þegar loftvogin fellur og veturinn gengur í garð þarf hann að ganga á hólm við svarta hunda. Í fásinni borgarlífsins finnur hann sig knúinn til að endurskoða tilveru sína í heiminum og minnast liðins tíma. Með slitróttum dagbókarskrifum verður til heimur trega og vonar þar sem einungis gamlir bókavinir virðast veita sanna hjálp og hugsvölun — og smávinir fagrir í Hvítársíðu.
Óbundið, laust mál Litlatrés, ljóðrænt að tjáningu, myndnotkun og orðavali, er einn samfelldur óður til lífsins, óður til ástarinnar, óður til náttúrunnar, óður til Borgarfjarðar — en jafnframt slóttug lýsing á sárri einsemd og þeim vanda mannsins að finna sér merkingu á ævikvöldinu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.