Lýsing
Verk hershöfðingjanna reynist þeim torsótt og kallar fram hjá þeim óþægilegar hugrenningar um þjáningu, grimmd og dauða.
ISMAÏL KADARÉ er virtastur rithöfunda Albana og hefur hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. The Man Booker International-verðlaunin árið 2005. Hershöfðingi dauða hersins hefur lengi verið talin með merkustu skáldverkum tuttugustu aldar og valdi Le Monde hana í hóp 100 bestu bóka sem skrifaðar voru á þeirri öld.
Hrafn E. Jónsson (1942–2003) kennari þýddi söguna á árunum 1990–1991 og var þýðingin lesin sem framhaldssaga í Ríkisútvarpinu ári síðar. Hún kemur nú í fyrsta sinn út á prenti.
Jón Guðni Kristjánsson, fréttamaður og fyrrverandi sendifulltrúi Rauða krossins í Albaníu, ritar formála að bókinni.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.