Valdamiklir menn: Þriðja málið

kr. 3.990

Það lítur út fyrir róleg­an mánu­dag á lögreglu­stöð­inni við Hverfis­götu þegar skyndi­lega kveð­ur við ær­andi hávaði og bygg­ing­in nötr­ar. Bíl­sprengja hefur verið sprengd utan við hús­ið. Andar­taki fyrr hafði dular­fullur pakki bor­ist á stöð­ina, stílað­ur á Þór­hall, reynd­an rannsóknar­lögreglu­mann, sem falið er að stýra rann­sókn máls­ins.

Vörunúmer: VM1 Flokkur:

Lýsing

Síðar sama dag finnst roskinn maður myrtur á bílaverkstæði í Kópavogi. Þórhallur og samstarfsfólk hans í rannsóknar­deildinni eru undir mikilli pressu að upplýsa glæpina hratt og örugglega en fljótlega kemur í ljós að málin virðast teygja anga sína víðsvegar um samfélagið. Eru hryðjuverka­menn að láta til sín taka á Íslandi? Tengjast morðið og sprengingin? Af hverju kemur nafn efnahags­ráðgjafa ríkisstjórnar­innar hvað eftir annað upp í tengslum við rannsókn málsins?

JÓN PÁLSSON hefur áður sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur en hér birtist fyrsta glæpasaga hans, þar sem spennandi atburðarás fléttast saman við leiðangur um íslenskt samfélag 21. aldar.

„Væri til í að fá þessa í sjónvarpið.“
Ragnheiður Indriðadóttir sálfræðingur

„Æsispennandi sakamálasaga sem afhjúpar myrkviði íslensks samfélags.“
Jóhann G. Frímann íslenskufræðingur

„Hélt spennu allan tímann.“
Árni Elísson tollvörður

„Aðalsöguhetjan er sérstaklega eftirminnilegur karakter.“
Sólveig Sigurðardóttir, forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar

Frekari upplýsingar

Blaðsíðufjöldi

424

Efni

Kilja

Höfundur

ISBN

978-9935-9258-6-2

Stærð

127 x 200 mm

Útgáfuár

2016

Útgefandi

Höfundaútgáfan

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Valdamiklir menn: Þriðja málið”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *