Valdamiklir menn: Þriðja morðið

kr. 4.490

Þór­hall­ur rann­sóknar­lögreglu­mað­ur glím­ir við eitt flókn­asta glæpa­mál sem kom­ið hef­ur á hans borð. Hann er að kom­ast á spor­ið en sog­ast þá inn í hring­iðu spill­ing­ar og yfir­hylm­ing­ar þar sem hætt­ur liggja við hvert fót­mál.

Vörunúmer: VM3 Flokkur:

Lýsing

Nú þarf hann að gera upp við sig hvort hann fylgir þeirri línu sem lögreglan kynnir opinberlega eða freistar þess að koma lögum yfir glæpamennina. Tíminn er að renna út og þegar aðstæður breytast skyndilega virðast öll sund lokuð.

Þriðja morðið eftir Jón Pálsson er þriðja og síðasta bókin í þríleiknum um VALDAMIKLA MENN og hér leggur Þórhallur allt í sölurnar til að ná til hinna seku og upplýsa málið.

*****
„Vægðarlaus samfélagslýsing fléttuð inn í spennandi frásögn. Þetta eru bækur sem fá okkur til að staldra við og hugsa.“
~ Jón Proppé listheimspekingur

*****
„Afar áhugaverð spennusaga. Söguþráðurinn margslunginn, persónusköpunin sannfærandi. Jóni tekst að byggja upp mikla spennu.“
~ Gígja Baldursdóttir, kennari og myndlistarmaður

*****
„Halda manni í lestrarfjötrum fram á síðustu blaðsíðu.“
~ Ólafur Hr. Sigurðsson íþróttakennari

*****
„Þórhallur virðist eiga við ofurefli að etja. Bíð spenntur eftir að sjá hvernig honum gengur.“
~ Ólafur Guðmundsson, bóndi á Sámsstöðum

Frekari upplýsingar

Blaðsíðufjöldi

470

Efni

Kilja

Höfundur

ISBN

978-9935-9384-0-4

Stærð

127 x 200 mm

Útgáfuár

2018

Útgefandi

Höfundaútgáfan

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Valdamiklir menn: Þriðja morðið”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *