Valdamiklir menn: Þriðji maðurinn

kr. 3.999

Útlitið er heldur dökkt fyrir Þórhall, rannsóknar­lögreglu­mann hjá lög­regl­unni á höfuð­borgar­svæð­inu. Morð­mál­ið sem hann er að rann­saka og virtist vera að leys­ast tekur skyndi­lega nýja stefnu þar sem alþjóð­leg­ar glæpa­klík­ur og spilling á æðstu stöðum virðast koma við sögu.

Vörunúmer: VM2 Flokkur:

Lýsing

Þór­hall­ur hefur orðið vitni að öðru morði og raunar sloppið naum­lega sjálfur. Þótt hann sé særður ákveður hann að slökkva á far­síman­um og halda einn síns liðs burt úr höfuð­borg­inni, norður á bóginn. Fjar­vera Þór­halls vekur furðu í höfuð­stöðv­um rann­sóknar­­lögregl­unn­ar, Bryn­hildi samstarfs­konu hans grunar að ekki sé allt með felldu en hverjum er hægt að treysta?

Þriðji maðurinn eftir Jón Pálsson tekur upp þráðinn þar sem Þriðja málinu, fyrstu bókinni um Valdamikla menn, sleppir. Hér berst æsispennandi atburðarásin meðal annars til Dalvíkur og sem fyrr eru það valdamiklir menn, bæði í undirheimum og efri lögum samfélagsins sem halda um þræðina.

*****
„Lögreglutvíeykið Brynhildur og Þórhallur er komið til að sjá og sigra í íslenska glæpasöguheiminum.“
Rannveig Þórhallsdóttir bókmenntafræðingur

*****
„Hörkuspennandi saga sem heldur lesandanum föngnum til loka.“
Magnús Stefánsson ritstjóri

*****
„Skyldi Þórhallur ná tökum á farsímanum sínum eða verða rekinn?“
Helgi Hákon Jónsson bókaunnandi

Frekari upplýsingar

Blaðsíðufjöldi

426

Efni

Kilja

Höfundur

ISBN

978-9935-9258-8-6

Stærð

127 x 200 mm

Útgáfuár

2017

Útgefandi

Höfundaútgáfan

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Valdamiklir menn: Þriðji maðurinn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *