404 Not Found


nginx/1.18.0 (Ubuntu)
Ismaïl Kadaré - Höfundaútgáfan

Höfundinum allt!

Ismaïl Kadaré

Ismaïl Kadaré fæddist árið 1936 í borginni Gjirokaster í Suður-Albaníu, nærri landamærunum að Grikklandi. Kadaré gekk í barna- og framhaldsskóla í Gjirokaster og í háskólann í Tirana, þar sem hann nam tungumál og bókmenntir. Síðar stundaði hann nám í ritlist við Gorkí-stofnunina í Moskvu. Heimkominn fékkst hann framan af við ljóðlist og ritaði smásögur uns hann sló í gegn með Hershöfðingja dauða hersins. Verk hans hafa komið út á 30 tungumálum í 40 löndum. Hann hefur verið umtalaður sem verðugur nóbelsverðlaunahafi í tvo áratugi.

Hershöfðingi dauða hersins hefur farið sigurför um heiminn, leikgerðir hennar hafa verið settar upp í leikhúsum víða á Balkanskaganum og ítölsk kvikmynd með Marcello Mastroianni í hlutverki herforingjans var gerð eftir sögunni. Franska blaðið Le Monde valdi hana á lista yfir 100 bestu skáldsögur í heiminum á 20. öld. Fyrstur rithöfunda sem skrifa á hinni ævafornu tungu, albönsku, hlýtur Ismaïl Kadaré alþjóðlega viðurkenningu.

Ismaïl Kadaré

Ismaïl Kadaré (mynd: AFP/ Gali Tibbon)