Ragnar Kristinn
Ragnar Kristinn (1960) er fyrrverandi sveppabóndi og stofnandi Flúðasveppa á Flúðum. Hann er ekki með formlega menntun í tónlist en engu að síður liggur eftir hann talsvert lagasafn sem hann hefur samið sér til ánægju og dægrastyttingar.
Hann samdi m.a. lagið REYKJAVÍK (við texta Hallgríms Helgasonar) í flutningi Bogomils Fonts, en lagið naut talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. Einnig átti hann lag á plötu stórtenórsins Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar.
Lög Ragnars hafa verið flutt á jólatónleikum í Skálholtskirkju og Kristkirkju Landakoti.
Netfang: rk@rk.is