404 Not Found


nginx/1.18.0 (Ubuntu)
Ingimar Einarsson - Höfundaútgáfan

Höfundinum allt!

Ingimar Einarsson

Ingimar Einarsson er félags- og stjórnmálafræðingur í ReykjavíkurAkademíunni. Hann lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Uppsalaháskóla árið 1987, meistaraprófi í sömu grein frá sama skóla árið 1980 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1974. Að loknu grunnnámi starfaði Ingimar við Landlæknisembættið í Reykjavík, stundaði síðar framhaldsnám og rannsóknir við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, var ráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni í Ósló og síðar Kaupmannahöfn og ráðgjafi á skrifstofu Norðurlandráðs í Stokkhólmi. Ingimar var skrifstofustjóri áætlana- og þróunarskrifstofu í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu á Íslandi frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar fram á árið 2011. Á árunum 2008-2009 var hann sendiráðunautur á sviði heilbrigðis-, félags- og vinnumála við Sendiráð Íslands í Brussel. Ingimar hefur um áratuga skeið tekið þátt í norrænu og alþjóðlegu samstarfi, s.s. á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs, ESB/EFTA, WHO og OECD.

Vefur Ingimars: ingimare.is

Heilbrigðisstefna til framtíðar eftir Ingimar Einarsson

Heilbrigðisstefna til framtíðar