Óli Ágústar
Óli Ágústar, fæddur 1936, fyrsti rokkari landsins, nam búfræði á Hvanneyri og var verkstjóri hjá Ístaki um nokkurra ára skeið áður en hann tók við starfi forstöðumanns Samhjálpar, sem hann gegndi í rúma tvo áratugi (1977–2000). Hann rak Gistiskýlið fyrir heimilislausa í Reykjavík í fjögur ár áður en hann settist í helgan stein árið 2000. Efni Litlatrés er byggt á dagbókarfærslum sem Óli skrifaði á netið um sex ára skeið. Bókin var gefin út í tilefni 75 ára afmælis höfundarins 2012.